Fréttir

Skönnun gamalla ljósmynda í gangi

Nú í haust hefur verið í gangi átaksverkefni um skönnun gamalla ljósmynda í tengslum við myndverkefnið Menningarfur í ljósmyndum. Ester Sigfúsdóttir hefur unnið að því verkefni nú í haust í hálfu starfi í þrjá mánuði, á móti forstöðumennskunni. Mikið af myndum hefur verið skannað og mörgum þeirra hefur jafnframt verið deilt á hópinn Gamlar Strandamyndir, til að safna efni fyrir skráninguna á þeim í Sarpinn sem er svo framundan.