Liðnir viðburðir

Dagbókavík á Ströndum

Í tilefni af hátíðinni Bókavík í Strandabyggð voru allir Strandamenn, nær og fjær, hvattir til að skrifa dagbók sunnudaginn 29. nóvember 2020, hugleiðingar og viðburði dagsins. Búið var til sérstakt form fyrir verkefnið í Google-forms og var hægt að skila inn á tölvutæku formi. Rannsóknasetur HÍ og Sauðfjársetrið stóðu saman að viðburðinum.