Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Sögurölt: Kýrhamar á Skriðnesenni í Bitru

Þátttaka í söguröltum safnanna á Ströndum og í Dölum hefur verið til fyrirmyndar í sumar og var það líka nú þegar gengið var um fjörur á Skriðnesenni í Bitru. Þetta var níunda og næstsíðasta sögurölt sumarsins og á dagskrá miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19:30. Gengið var frá hlaðinu á Skriðnesenni í Bitrufirði og út með sjónum að Kýrhamri. Vegalengdin frá bænum út að hamrinum er 2 km, eftir auðgengnum slóða. Sögur voru sagðar á leiðinni, um örnefni, drauga og afar sorglegt sjóslys á 19. öld. Jón Jónsson þjóðfræðingur sá um sögumennskuna. Eftir göngu var öllum boðið í magnað kvöldkaffi heima á Enni. Hækkun á leiðinni út að Kýrhamri er engin og veður var gott.