Fréttir

Sögurölt liggja niðri í öryggisskyni

Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum liggja niðri á meðan núverandi sóttvarnaráðstafanir eru í gildi. Þetta er gert í öryggisskyni, enda auka allar samkomur og mannamót líkur á að smit breiðist út. Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna, sem standa saman að söguröltinu yfir sumartímann, vilja hvetja fólk til að fara varlega.