Störf barna í sveitum
Spjallkvöld í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit á Sauðfjársetrinu kl. 20:00. Í þetta skiptið fengum við að hlýða á nokkrar frásagnir fyrrum sveitabarna eða húsráðenda á bæjum um þau verk sem sumardvalarbörn sinntu. Í kjölfarið skiptumst gestir á eigin sögum og vangaveltum: Hvernig var vinnudagur barnanna? Hvernig stóðu sumardvalarbörn sig samanborið við sveitabörn? Hversu mikið unnu börnin í raun og veru? Höfðu þau gott af því og hvers vegna? Hvað hefur breyst varðandi vinnuframlag barna? Var kannski um þrældóm að ræða?
Vöfflur og kaffi/te var á boðstólnum fyrir litlar 1000 kr.