Liðnir viðburðir

Sveitó kósýheit fyrir alla fjölskylduna

Þann 4. apríl héldu nokkrar góðar konur huggulegan viðburð fyrir alla fjölskylduna á Sævangi. Þarna var um að ræða dásamlega leið til að eiga góða fjölskyldustund, læra eitthvað nýtt og bjarga kvöldmatnum um leið.

María Játvarðardóttir las upp úr barnabókum sem fjalla um sumardvalir barna i sveit.
Esther Ösp sagði og spilaði sannar sögur barna sem voru send í sveit í upplestri Leikfélags Hólmavíkur.
Hlíf Hrólfsdóttir spilaði og söng nokkur gömul barnalög.
Ester bauð svo upp á grjónagraut og tilheyrandi gegn vægu gjaldi (1000 kr fyrir fullorðna, 600 kr fyrir 12 ára og yngri).

Svo gátu gestir leikið sér, litað og haft það huggó. Þetta var vel heppnaður viðburður í samvinnu við verkefnið Sumardvöl barna í sveit.