Fréttir

Strandir 1918 í nokkrum bókabúðum

Nýjustu fréttir af bókinni Strandir 1918 sem kom út hjá okkur fyrir jólin: Bókin fæst nú líka syðra, nokkur eintök eru í fjórum bókabúðum Pennans Eymundsson, í Austurstræti, Kringlunni (stóru búðinni), Smáralind og Strandgötu í Hafnarfirði. Til stendur að senda nokkur eintök á Akureyri líka. Það eru innan við hundrað eintök eftir af þessari ágætu bók hjá okkur, svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér eintak. Sendum með sniglapósti hvert á land sem er!