Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Stuðningur frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Sauðfjársetur á Ströndum fékk í gær jákvæð svör við beiðni um framlög vegna ársins 2019, veglegan rekstrarstyrk og verkefnastyrki, frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Uppbyggingarsjóður Vestfjarða sem er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða er tvímælalaust mikilvægasti bakhjarl Sauðfjársetursins og verkefna sem það ræðst í, til að efla mannlíf og menningu á Ströndum, ásamt Safnasjóði og sveitarfélaginu Strandabyggð.