Liðnir viðburðir

Barnamenning á Ströndum 1918

Í tengslum við fullveldisafmælið og sýninguna Strandir 1918 var haldin sögustund á Sauðfjársetrinu í Sævangi þar sem viðfangsefnið er barnamenning. Fjallað verður um stöðu barna í samfélaginu fyrir 100 árum, vinnuþátttöku, menntun, leiki og afþreyingu barna.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og Esther Ösp Valdimarsdóttir mannfræðingur fluttu erindi og börn í Gunnskólanum á Hólmavík voru með kynningar á verkefnum sínum um árið 1918. Náttúrubarnaskólinn var með innlegg á dagskránni. Frítt var á atburðinn, en vöfflur í boði fyrir þá sem vildu á 1.000 kr.

Helstu samstarfsaðilar Sauðfjársetursins í verkefninu eru Grunnskólinn á Hólmavík, Fjölmóður – fróðskaparfélag á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – þjóðfræðistofa. Styrktaraðilar eru Fullveldi Íslands í 100 ár, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Safnasjóður.