Liðnir viðburðir

Sviðaveisla í Sævangi (2018)

Sviðaveisla var haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 20. október. Þar var mikið um dýrðir, veisluborð og skemmtiatriði. Heit og köld svið voru á boðstólum, reykt og söltuð, sviðalappir og reykt og ný sviðasulta. Í eftirrétt var blóðgrautur, ávaxtagrautur og appelsínufrómas. Veislustjóri kvöldsins var hinn síkáti Klúkubóndi Íris Björg Guðbjartsdóttir, ræðumaður kvöldsins var þjóðfræðingurinn og útvarpskonan Kristín Einarsdóttir í Hveravík og um tónlistaratriði sáu Salbjörg Engilbertsdóttir og Íris Björg Guðbjartsdóttir 🙂 Húsið opnaði kl. 19:00, borðhald hófst kl. 20:00. Skemmtiatriði, söngur og sprell!