Sviðaveisla í Sævangi (2019)
Sviðaveisla var haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 19. október. Heit og köld svið, reykt og söltuð, sviðalappir og reykt og ný sviðasulta voru á hlaðborði. Í eftirrétt var blóðgrautur, rabarbaragrautur, kokteilávextir og ís. Veislustjóri var Miðhúsabóndinn káti Viðar Guðmundsson, ræðumaður kvöldsins er Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Christina Von Deventer & Bragi þór Valsson sjá um tónlistaratriði. Húsið opnaði kl. 19:00, borðhald hófst kl. 20:00. Miðaverð var 5.500.-