Liðnir viðburðir

Þjóðhátíðarkaffi 17. júní 2021

Að venju var haldið veglegt þjóðhátíðarkaffi 17. júní á Sauðfjársetrinu. Þar er kaffihlaðborð sem fólk af svæðinu fjölmennir jafnan á og á góðar stundir saman. Allt var innan sóttvarnarreglna, en sprittið var þó ekki langt undan, á báðum endum hlaðborðsins og á öllum borðum.