Fréttir

Vinnukvöld í Sævangi

Það er gott fyrir öll söfn að eiga góða vini og velunnara. Nú héldum við vinnukvöld í Sævangi og það var í mörg horn að líta. Áhersla var lögð á “að taka til úti” og laga svæðið í kringum húsið, pallinn, girðingar og setja upp merkingar. Þökkum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir hjálpina.