Liðnir viðburðir

Fjörudagur 2002

Fjörudagur fyrir alla fjölskylduna í samvinnu við Ferðaþjónustuna á Kirkjubóli. Mikið fjör og gaman. Sauðfjársetrið og Ferðaþjónustan á Kirkjubóli höfðu samstarf um þessar uppákomur frá og með árinu 2002.

Strax á opnunarári myndaðist hefð fyrir fjölskyldufótbolta í tengslum við kaffihlaðborð og viðburði, þannig að unga fólkið gat gengið að því vísu að þeir fullorðnu myndu skreppa út á sparifötunum og spila fótbolta. Í fjölskyldufótbolta keppa allir saman, stórir og litlir, strákar og stelpur, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Ekki er farið fram á sérstaka hæfileika í knattleikni og raunar er of mikill metnaður fremur óæskilegur.