Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Sauðburðarbakkelsi frá Sauðfjársetrinu

Sauðfjársetrið ætlar að bjóða upp á sauðburðarbakkelsi eins og í fyrravor, sem öll sem vilja og geta nýtt sér. Það er gott að eiga kökur og kruðerí í sauðburði, kaffitímanum í vinnunni og líka heima.Tveir pakkar eru í boði og kostar hvor pakki 5.500 kr. Einnig er hægt að kaupa einstakar kökur (þarf ekki að kaupa heila pakka). Ekki verður hægt að afgreiða kökur fyrstu 10 dagana í maí, svo það er gott að panta tímanlega.

Sauðburðarbakkelsi – Pakki 1:

JólakakaKleinur (20 stk)
Snúðar (500 gr.)
Hjónabandssæla (500 gr.)
Muffins (10 stk)
Sýrópslengjur

Sauðburðarbakkelsi – Pakki 2

Brún lagkaka
Bananabrauð
Kryddbrauð
Tebollur (10 stk.)
Vínarbrauð (500 gr.)
Sýrópslengur

Hægt er að panta í einkaskilaboðum hér á Facebook eða hjá Ester í síma 693-3474.