Fréttir

Líf og fjör á Gömlum Strandamyndum

Viljum vekja athygli Strandamanna nær og fjær á því að síðustu daga hefur komið mikið af skemmtilegum gömlum myndum úr Kaldrananeshreppi og aðeins norður í Árneshrepp inn á fésbókarhópinn Gamlar Strandamyndir. Vonandi gleðja þær einhverja yfir páskana og áfram.

Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa sem standa á bak við hópinn Gamlar Strandamyndir í tengslum við verkefni sem snýst um að safna, skrá, varðveita og miðla jafnframt myndefni frá Ströndum.

Í dag fór fjöldi þeirra sem eru skráðir í hópinn yfir 3000.