Fréttir

Styrkir frá Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda

Nú hefur verið úthlutað úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda í annað sinn. Sauðfjársetur á Ströndum sótti um verkefnaframlög úr sjóðnum og uppskar árangur erfiðisins varðandi tvö verkefni að þessu sinni. Annars vegar er það Náttúrubarnaskólinn sem fékk 600 þúsund í styrk til að halda Náttúrubarnahátíð 2021 og hins vegar var það verkefnið Álagablettir sem snýst um bókaútgáfu sem fékk 300 þúsund. Við þökkum byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir kærlega fyrir þennan stuðning, hann mun koma sér vel. Alls fengu 15 verkefni styrki að þessu sinni.