Liðnir viðburðir

Kambsmálið – Engu gleymt, ekkert fyrirgefið

Mánudaginn 15. október klukkan 20:00 var haldin bókakynning í Sævangi. Þar mætti Jón Hjartarson frá Undralandi, höfundur bókarinnar Kambsmálið – Engu gleymt, ekkert fyrirgefið. Hann sagði okkur frá tildrögum bókarinnar og las upp úr henni á sögustund í Sauðfjársetrinu. Í bókarkynningu segir meðal annars: “Þann 4. júní 1953 mætti hreppstjóri Árneshrepps að bænum Kambi í sömu sveit til að bjóða upp dánarbú heimilisföðursins, sem látist hafði fyrr á árinu.
Húsmóðirinn var á berklahælinu á Vífilsstöðum en heima voru einungis börnin, átta talsins á aldrinum 7 til 18 ára.”

Frítt var á atburðinn, en kaffi og vöfflur í boði fyrir þá sem vildu á kr. 1.000.- Bókin var til sölu á staðnum. Mikill fjöldi fólks mætti á viðburðinn.