Liðnir viðburðir

Sögurölt: Mjósyndi á Svínadal (2020)

Í fimmta sögurölti sumarsins var gengið um Mjósyndi á Svínadal. Röltið var haldið miðvikudaginn 29. júlí og hófst kl. 19:30 við bílastæði við Hrafnagil, sunnan við Mjósyndi.

Við Mjósyndi eru þrjú falleg gil, gömul rétt, magnað útsýni og fleira. Ekki var um langa vegalengd að ræða og megnið af henni þægileg. Auðvelt er að sleppa þeim hluta sem er grýttari. Sögurölt er samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Strandamenn, Dalamenn og aðrir áhugasamir gestir eru velkomnir.