Liðnir viðburðir

Sögurölt: Inn að Vatnshorni (2020)

Rölt var eftir veginum með fram Þiðriksvallavatni inn að Vatnshorni sem var bær sem áður stóð við norðanvert vatnið í Þiðriksvalladal. Gengið var frá stíflunni ofan við Þverárvirkjun og eftir vegarslóða fram að eyðibýlinu Vatnshorni. Um er að ræða 2,5 km göngu hvora leið, samtals 5 km, svo þetta rölt var heldur lengra en venjan er.

Frá ýmsu er að segja þarna í Þiðriksvalladalnum, fróðleik um búskap og þjóðsögur í bland. Söguröltið er hluti af gönguferðum safnanna á Ströndum og Dölum, Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum