Liðnir viðburðir

Aðventukransanámskeið

Dagbjört frá föndurversluninni Hlín á Hvammstanga, mætti á Sauðfjársetur á Ströndum í Sævangi mánudaginn 27. nóvember og kenndi áhugasömum að gera aðventukransa, hurðakrans eða jólaborðskreytingu. Námskeiðið kostaði 3.000 fyrir utan efni og var samstarfsverkefni Sauðfjársetursins og handverksfélagsins Strandakúnst.