Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Hrútafundur í Sævangi (2017)

Í dag var haldinn kynningarfundur um hrúta á sæðingarstöðvum landsins í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Hófst fundurinn kl. 13:30. Hrútaskráin var nýkominn í dreifingu þannig að bændur gátu svo fylgt fundinum eftir með lestri á henni. Á Ströndum verður eins og áður tekið sæði bæði frá Sæðingastöð Vesturlands og af Suðurlandi. Allar pantanir á sæði fara fram í gegnum Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, s. 451-2602 og amj@bondi.is.