Liðnir viðburðir

Gamlar myndir frá Hólmavík – úr myndamöppum Karls E. Loftssonar

Á Covid-tímum grípa menn til ýmissa ráða til að halda myndasýningar og nú um helgina hefur ein slík verið í gangi á Hólmavík, frekar óvenjuleg uppstilling. Um er að ræða útisýningu sem er komið fyrir í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þar rúllar alla helgina sýning á gömlum ljósmyndum frá Hólmavík úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Viðburðurinn er haldinn á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins og er hluti af verkefninu Menningararfur í ljósmyndum sem Safnasjóður styrkir.