Liðnir viðburðir

Dagur hinna villtu blóma (2019)

Sunnudaginn 14. júlí var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur. Að því tilefni var farið í gönguferð í nágrenni Sævangs og genginn hringur um holt og móa. Mæting var kl. 14, farið var hægt yfir og það var Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík sem var leiðsögumaður. Gönguferðin er samvinnuverkefni Náttúrubarnaskólans, Náttúrustofu Vestfjarða og Sauðfjárseturs í Sævangi. Hópurinn fjölmennti svo í kaffi á Sauðfjársetrinu í göngulok.