Liðnir viðburðir

Sögurölt: Heinaberg á Skarðsströnd

Sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna þriðjudaginn 9. júlí kl. 19:30 var frá bæjarhlaðinu á Heinabergi og niður í fjöru. Rölt var um jörðina, lífið í fjörunni kannað, stuðlaberg og annað það sem náttúran bauð upp á það kvöldið. Sagðar voru sögur af kvenskörungum, bardögum, harðindum, búvísindum, sauðaþjófum og öðru markverðu og minna markverðu sem tengist sögu Heinabergs. Leiðsögn var í höndum Höllu Sigríðar Steinólfsdóttur bónda í Ytri-Fagradal og Valdísar Einarsdóttur héraðsskjalavarðar.