Liðnir viðburðir

Draugaganga í Orrustutanga

Í tengslum við Hörmungadaga skipulagði Sauðfjársetrið draugagöngu í Orrustutanganum og tókst hún frábærlega, en var líklega ekki við hæfi barna. Einn atvinnudraugur var þarna með í för, húsdraugurinn í Sævangi, og aðrir skutu upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Dagrún Ósk Jónsdóttir var leiðsögumaður í göngunni sem var ljómandi vel sótt. Veður var gott og tunglið óð í skýjum. Leikfélag Hólmavíkur fær bestu þakkir fyrir samvinnu um búninga, auk þess sem leikendur eru allir virkir í þeim ágæta félagsskap.