Liðnir viðburðir

Hörmungardagar: Pestir og plágur, harmakvein og hungur-sneið

Skemmtun á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Hörmungardögum. Kynnir er Jón Jónsson.

Dagrún Ósk Jónsdóttir flytur pistil um pestir og plágur. Einnig er boðið upp á tónlist, svokölluð harmakvein, sem Dúllurnar flytja (Íris Björg og Salbjörg). Síðan troða Anna Björg Þórarinsdóttir og Svavar Knútur upp og loks gæðir hópurinn sem mættur er í Sævang sér á veitingunum, sem voru auglýstar sem kaffitár og hungur-sneið. Leyfilegt var að halda samkomur á þessum tíma, innan fjöldatakmarka. Þó var viðburðurinn einnig í beinni útsendingu á Fésbókinni og er aðgengilegur þar ennþá:

https://www.facebook.com/saudfjarsetur/videos/830622110859391