Liðnir viðburðir

Draugasaga sýnd í Sævangi

Leikfélag Hólmavík sýndi einleikinn Draugasögu á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 13. ágúst 2016 og hófst sýningin kl. 22. Leikari er Arnór Jónssson, en höfundur verksins og leikstjóri Jón Jónsson. Leikritið var frumsýnt haustið 2015, en var nú tekið upp og sýnt á Ströndum í tengslum við leikferð með stykkið á leiklistarhátíðina Act Alone.

Í Draugasögu kynnast áhorfendur húsdraugnum í Sævangi sem segir frá ýmsum draugum á Ströndum og hægt og sígandi kemur hans eigin sorgarsaga fram í dagsskímuna.

Draugasaga er eilítið óhugnanlegt leikrit og varla við hæfi ungra barna. Aðgangseyrir var kr. 1.800.-, miðapantanir í s. 693-3474 (Ester).