Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Furðuleikar

Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum voru að venju haldnir sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 30. júní og hófust kl. 13:00. Þarna var að venju mikið fjör og gleði fyrir alla fjölskylduna, Strandamenn, nærsveitunga og gesti sem koma saman og léku sér í ýmsum furðulegum leikjum öllum til gleði og ánægjuauka. Skemmtilegar og árvissar keppnisgreinar eins og öskurkeppnin ógurlega og trjónufótboltinn voru á sínum stað og svo var ýmislegt eitthvað nýtt og furðulegt í bland. Dásamlegt kaffihlaðborð var á boðstólum í kaffistofu Sauðfjársetursins og frítt inn á allar sögusýningar í tilefni dagsins.