Gríptu boltann! í Sævangi (2018)
Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu nú í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Einn slíkur fundur var haldinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi kl. 13:00 fimmtudaginn 23. ágúst. Aðalfyrirlesari var Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta og flutti hann erindið: Leiðin til sigurs. Erindið fjallar um árangursríka markmiðssetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Fjallað er um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Þá var á dagskránni erindi frá ráðunautum RML varðandi ýmsa sjóði sem hægt er að sækja styrki í, ásamt því hvernig umsóknarferlið fer fram.