Fréttir

Heima-páska-bingói lokið

PÁSKABINGÓI LOKIÐ! Jæja, nú erum við búin að spila heimabingó í 20 daga og nú er fjörinu lokið. Þrír tilkynntu um bingó eftir útdráttinn í gær, svo nú eru allir vinningarnir gengnir út. Þau sem unnu í bingóinu eru:

1. vinningur: Karólína Guðrún Jónsdóttir á Patreksfirði
2. vinnningur: Haraldur Vignir Ingólfsson á Hólmavík
3. vinningur: Þorsteinn Sigfússon á Hólmavík
4.-6. vinningur: Jóhanna Þorleifsdóttir á Siglufirði, Áslaug Guðmundsdóttir á Selfossi og Freyja Óskarsdóttir í Reykjavík.

Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og samfylgdina í þessum skemmtilega leik. Sjáumst í sumar á safninu eða aftur í haust í bingóinu!