Fréttir

Forsetinn með Ægishjálm við gosið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með fullkomna vörn gegn öllu illu, þegar hann fór að gosstöðvunum í dag. Hann var nefnilega í vettlingum með galdrastafnum Ægishjálmi, en stafurinn er sérstaklega öflugur varnarstafur, auk þess að vera merki Strandasýslu. Vettlingana fékk Guðni að gjöf fyrir formálann sem hann skrifaði í bókina Strandir 1918 og kom út í desember síðastliðnum. Vettlingana prjónaði Strandakonan Ásdís Jónsdótttir og slíka gæðagripi er einmitt hægt að fá í handverksbúðinni Strandakúnst.