Jólamarkaður 2002
Sauðfjársetrið stóð fyrir Jólamarkaði eða Jólabúð í húsnæðinu að Skeiði 3, haustið 2002, í samstarfi við Strandagaldur og Strandakúnst. Þar voru munir frá þessum aðilum til sölu. Hugmyndin kom frá Ester Sigfúsdóttur og Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur og höfðu þær að mestu umsjón með búðinni. Markaðurinn var opnaður 23. nóvember og var opinn á hverjum degi til jóla. Hann var ágætlega sóttur og þótti takast vel.
Uppákomur og smáviðburðir voru öðru hverju, stórsveitin Stjáni og stelpurnar tróðu upp, búðin gekk ljómandi vel og fólk hafði gaman af.