Fréttir

Margir skólahópar í heimsókn

Margir skólahópar hafa komið í heimsókn síðustu daga og alls hafa átta slíkir komið á árinu. Þarna er um að ræða skóla í nágrenninu og einn hóp frá Ítalíu sem var í heimsókn hjá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík, en skólahópar fá frían aðgang að sýningum Sauðfjársetursins eins og á öðrum viðurkenndum söfnum. Hvítabjarnasýningin er í nokkru aðalhlutverki í skólaheimsóknum þetta árið og hefur Jón Jónsson hjá Þjóðfræðistofu á Hólmavík komið í heimsókn og verið með leiðsögn og sögustund um bjarndýrin.