Liðnir viðburðir

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2020

Náttúrubarnahátíðin var haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og var aðgangur ókeypis. Dagskráin var sem hér segir:

Laugardagurinn 11. júlí

11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni
12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur
12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi
12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands
13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis
14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar
16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni
17:00 Strandahestar, bogfimi og opið hús í tilraunastofunni
17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi
19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng
21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu

Náttúrubarnahátíðin í ár var smærri í sniðum en áður og haldin á einum degi þann 11. júlí að langmestu leyti utandyra. Passað var vel upp á sóttvarnir.

Náttúrubarnahátíðin 2020 var styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða.