Liðnir viðburðir

Sögurölt: Örlagasögur á Bassastöðum (2020)

Fimmtudaginn 9. júlí var gengið í fjörunni í landi Bassastaða við norðanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum. Göngustjóri var Jón Jónsson og lagði hann áherslu á þjóðsögur og örlagasögur frá svæðinu, auk þess að segja frá ábúendum og landkostum fyrr og nú.