Náttúrubarnaskóli á Hnjóti
Hnjótur – Minjasafn Egils Ólafssonar í Örlygshöfn var vettvangur Náttúrubarnaskólanámskeiðs sunnudaginn 11. ágúst kl. 15. Þar var á boðstólum náttúruskóli fyrir börnin sem Dagrún Ósk Jónsdóttir stjórnaði að venju. Einnig voru fulltrúar Sauðfjárseturs og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum með í ferðinni og þeir héldu viðburð innan dyra, sögustund um samspiil örnefna, sagna og landslags. Þar tróðu Jón Jónsson og Matthias Egeler upp. Aðgangur að viðburðinum var ókeypis og í boði Minjasafnsins á Hnjóti.