Ræður þú við sveitastörfin?
Börn sem send voru í sveit þurftu oft að sinna mörgum verkum. Langflest sátu yfir kúnum og ráku þær í og úr haga, sum sáu um að mjólka, önnur pössuðu börn eða sinntu eldhúsverkum.
Fimmtudaginn 25. maí var opnuð stórskemmtileg þrautabraut í Sauðfjársetrinu í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit. Stóra spurningin var: Ræður þú við verkefni sumardvalarbarna? Fólk var velkomið til að prufa þrautabrautina. Kaffihúsið á Sauðfjársetrinu var opið og Epstaðarísinn á sérstöku tilboði í tilefni dagsins.
Það var Esther Ösp Valdimarsdóttir og verkefnið Sumardvöl barna í sveit sem stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Sauðfjársetrið.