Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Sögurölt: Bersatunga & hólmgöngur

Miðvikudaginn 30. júní var farið í sögurölt um Bersatungu í Saurbæ. Röltið var frá Brekkurétt og var gangan heim að Bersatungu ríflega kílómeter. Grunnurinn að sögunum voru frásagnir af Bersa Véleifssyni. Skoðaðar voru rústir frá tímum Bersa og farið yfir hólmgöngur og helsta vopnabúnað til þeirrar iðju. Sögumenn voru Valdís Einarsdóttir og Arnar Eysteinsson og tveir sérhæfðir aðstoðar-bardaga-menn við söguskýringar. Söguröltin eru samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna.