Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Sögurölt í Tungugröf

Fimmtudagskvöldið 22. júlí kl. 20 var Sögurölt í Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Að venju var margt að sjá og skoða og spjalla um, en Jón Jónsson á Kirkjubóli, Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík sáu um fróðleik og sögumennsku. Fremur fámennt var í röltinu að þessu sinni, kannski hafa Covcid fréttir dagsins dregið úr aðsókninni.

Afbragðs veður var í Tungugröf og örlítil fluga.