Fréttir

Söngur um hrútinn Móra

Íris Björg Guðbjartsdóttir, bóndi á Klúku í Miðdal á Ströndum, flutti fallegt og skemmtilegt lag og texta fyrir gesti á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu um síðustu helgi. Þetta var óvænt uppákoma, en Íris samdi sér til gamans texta um hrútinn sinn, hann Móra. Hér syngur hún textann og spilar undir lagið Frank Mills sem upphaflega kemur úr söngleiknum Hárið.