Fréttir

Safnasjóður úthlutar styrkjum fyrir 2021

Nú liggur fyrir niðurstaða varðandi styrkveitingar Safnasjóðs til viðurkenndra safna á árinu 2021, en heildarupphæð styrkja hefur hækkað talsvert síðustu tvö árin. Sauðfjársetrið sendir jafnan nokkrar styrkumsóknir til Safnasjóðs, enda er þetta annar af mikilvægustu bakhjörlum safnsins, ásamt Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Sauðfjársetrið fék tvo styrki að þessu sinni, annars vegar 2 millj. til eflingar grunnstarfsemi og umbóta í framhaldi af úttekt Safnaráðs og hins vegar 2 millj. í verkefnið Bjarndýra-samstarfið sem er samstarfsverkefni viðurkenndra safna á Vestfjörðum og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Við þökkum Safnaráði kærlega fyrir þennan mikilvæga stuðning.