Liðnir viðburðir

Sumardvöl í sveit – að deila heimili

Sögustund og kvöldspjall var haldið í Sævangi um þá upplifun að deila heimili sínu með sumardvalarbörnum. Þau sem höfðu reynslu af því voru sérstaklega hvött til að mæta ásamt öðrum áhugasömum. Kaffiveitingar á 1.200 kr fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir 6-12 ára börn.

Samvinnuverkefni við Esther Ösp Valdimarsdóttir og verkefnið Sumardvöl barna í sveit.