Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Sveitasíminn – nýtt hlaðvarp

Í tilefni af 20 ára afmæli Sauðfjárseturs á Ströndum kynnum við nú hlaðvarp Sauðfjársetursins sem hefur fengið nafnið Sveitasíminn. Fyrsti þáttur í fyrstu syrpu er birtur hér að neðan, en í framhaldinu megið þið búast við fleiri skemmtilegum þáttum til að hlusta á. Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir sem hefur umsjón með fyrstu seríu Sveitasímans, hér er fyrsti þáttur, gjörið þið svo vel 😉

Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli (fyrsta sería, fyrsti þáttur)

Í þættinum spjallar Dagrún við Jón Jónsson sem var fyrsti framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins og gegndi því hlutverki eftir að safnið var stofnað, á árunum 2002-2006. Jón segir frá hugmyndinni og fræðunum þar að baki og upphafsárum Sauðfjársetursins. Markmið og tilgangur kemur við sögu, viðburðir, sýningar og fólkið sem stendur að baki safninu. Jón segir líka aðeins frá sínum eigin uppvexti í Steinadal í Kollafirði á Ströndum, tengslum við sveitina og minningum um sveitasímann.