Liðnir viðburðir

Þjóðhátíðarkaffi í Sævangi (2018)

Það komu rúmlega 100 manns í kaffihlaðborðið í Sævangi í dag. Það var virkilega gaman að hitta ykkur öll, spjalla og eiga góðar stundir saman, takk kærlega fyrir komuna!

Áfram verður opið alla daga kl. 10-18 á Sauðfjársetrinu – verið velkomin í heimsókn hvenær sem ykkur hentar. Kaffi, kökur, súpa og ís, sýningar, heimalningar, hænuungar, Náttúrubarnaskóli og margt fleira að sjá og skoða.