Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

FréttirLiðnir viðburðir

Þjóðtrúarkvöldvaka (2022)

Árleg þjóðtrúarkvöldvaka var haldin þann 10. sepember 2022 í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Að þessu sinni hafði hún yfirskriftina: Þjóðtrú á ferð og flugi – Draugar, útilegumenn og óvæntir gestir! Fjölmenni mætti á kvöldvökuna, fullt hús í Kaffi kind. Á dagskránni var að venju frábært kvöldkaffi, fróðleikur og fjör

Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:

Jón Jónsson, þjóðfræðingur:
Viðbrögð við óvelkomnum gestum: Heimsóknir villidýra, vætta og annars óþjóðalýðs

Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur:
Draugur fær heimþrá: Af þvælingi þjóðtrúar til Vesturheims

Dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur:
Konur fara á fjöll: Smalastúlkur og útilegumenn í íslenskum þjóðsögum

Að venju var svo rúsínan í pylsuendanum yfirnáttúrulegt kvöldkaffi sem var á boðstólum í hléi og eftir það tróð Íris Björg Guðbjartsdóttir upp, mætti með gítarinn og tók nokkur lög.