Fréttir

Þýskur ljósmyndari, blaðamaður og rithöfundur í heimsókn

Heilmikið um að vera í dag og margt fólk kíkti við á safninu. Þýsk blaðakona og rithöfundur kom í heimsókn með stórfrægum ljósmyndara og langaði að fræðast um safnið, en líka sérstaklega um þjóðtrú og álagabletti. Þær voru svo stálheppnar að hitta á þjóðfræðingagengið sem var að undirbúa kvöldvökunni í kvöld og fengu margar sögur og fróðleik í heillöngu spjalli.