Fréttir

Eldri borgarar af Héraði

Í gær komu eldri borgarar austan af Héraði til okkar í heimsókn. Þetta er annar slíkur hópurinn sem kemur til okkar í sumar og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Það er alltaf gaman að taka á móti þessum hópum og þeir fá jafnan stutta sögustund í kaupbæti, að þessu sinni frá Matthíasi Lýðssyni formanni stjórnar Sauðfjársetursins.

Það er raunar mjög góð aðstaða til að taka á móti hópum í Sævangi, gott pláss í kaffi og góð salernisaðstaða og mörg klósett. Úti er vandaður rampur fyrir þá sem ráða illa við tröppur og inni er líka salernisaðstaða fyrir fatlaða. Sýningin er hönnuð þannig að hægt sé að fara um hana á hjólastólum (að sviðinu undantöldu, þar sem þarf að fara upp tröppur). Pallur (tvö þrep) eru upp í kaffistofuna, Kaffi Kind, en það er enginn vandi að skella upp kaffiborði í stóra salnum og það er oft gert. Fyrir hópa er hægt að útbúa hlaðborð, máltíð eða bjóða upp á kaffi og kleinur, hvað