Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Tónverk úr náttúruhljóðum (2018)

Fimmtudaginn 5. júlí var námskeið í Náttúrubarnaskólanum eins og venjan er á fimmtudögum, en að þessu sinni var það með fremur óvenjulegu sniði. Tónlistarkonurnar Auður Viðarsdóttir og Lotta Fahlén heimsóttu þá Náttúrubarnaskólann og kenndu börnunum að skapa tónverk úr náttúruhljóðum.

Fyrst var farið út í náttúruna með upptökutæki eða snjallsíma til að safna alls kyns hljóðum og óhljóðum. Síðan voru hljóðin sett inn í tölvu og fleiri græjur. Þar var síðan unnið með hljóðin, þau bjöguð og þeim breytt, til dæmis var hægt að búa til úr þeim trommutakt eða breyta þeim í rafhljóðfæri. Síðan var samið lag!

Hér var á ferðinni einstakt og skemmtilegt tækifæri fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á tónlist, tölvum og tækni, til að læra nýjar kúnstir.