Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

UV-filmur í gluggana í Sævangi

Fremur litlar framkvæmdir voru við viðhald og breytingar á húsnæðinu í Sævangi 2020. Vegna Covid-19 var ekki lagt í að fara af stað af fullu í framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru. Ekki var vitað hver aðsókn yrði að safninu og hvernig fjárhagsstaðan myndi þróast.

Þó var ráðist í það mikilvæga verkefni og fyrirbyggjandi forvörslu að settar voru UV filmur í gluggana í kaffistofunni og salnum. Það var gert í tengslum við úttekt Safnaráðs og dregur mjög úr skaðlegum áhrifum sólarljóssins á sýningargripi.